Fjölmenni er á opnum fundi sem samtökin Réttlæti.is halda í kvöld í Íþróttahöllinni í Laugardal. Varð að flytja fundinn úr fundarsalnum í anddyri nýja hluta Laugardalshallarinnar svo allir kæmust fyrir. Var þétt setinn bekkurinn.
Réttlæti.is er samtök sem berjast fyrir réttlátu uppgjöri á peningabréfum Landsbankans. Á fundinum er farið yfir tilurð og framgöngu samtakanna og hvað hafi áunnist. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sem tekið hefur að sér málsókn fyrir hönd félaga fer yfir stöðuna frá lagalegu sjónarmiði.