Höfuðfatið heitir skjóla

Skjóla hefði komið sér vel á þessari samkomu.
Skjóla hefði komið sér vel á þessari samkomu. Einar Falur Ingólfsson

Til­laga um að nota orðið skjóla í staðinn fyr­ir buff hlaut fyrstu verðlaun í nýyrðakeppni í 5.-7. bekk grunn­skóla. Alls voru veitt átta viður­kenn­ing­ar til nem­enda fyr­ir nýyrði.

Íslensk mál­nefnd hleypti nýyrðakeppn­inni af stokk­un­um á degi ís­lenskr­ar tungu 16. nóv­em­ber síðastliðinn.  Alls bár­ust úr­lausn­ir frá 1763 nem­end­um í 82 skól­um um land allt. Er það um 13% nem­enda á þess­um bekkj­um í skól­um lands­ins, að því er fram kem­ur í vef­riti mennta­málaráðuneyt­is, mrn.is.

Ákveðið vr að veita fyrstu verðlaun fyr­ir til­lögu um að nota orðið skjóla fyr­ir buff. Vak­in er at­hygli á því að orðið skjóla sé að vísu haft um fötu, en í orðinu fel­ist að það geti verið haft um eitt­hvað sem „veit­ir skjól“ og það geri þetta fat svo sann­ar­lega. Annað orð fyr­ir buff, strokk­ur, kom ríf­lega 26 sinn­um fyr­ir en það er einnig notað um ílát til þess að strokka rjóma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert