Ingibjörg vill kosningar í vor

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi. mbl.is/Ómar

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að boðað verði til alþing­is­kosn­inga í vor. Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur dvalið í Stokk­hólmi und­an­farið í lækn­is­meðferð en er vænt­an­leg til Íslands á morg­un.

Ingi­björg Sól­rún sagðist í sam­tali við Rík­is­út­varpið enn vera í stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæðis­flokkn­um „og við stönd­um sam­an meðan sætt er." Hún sagðist myndu ein­henda sér í að und­ir­búa kosn­ing­ar og  í raun geti flokk­arn­ir staðið sam­an að til­lögu um kosn­ing­ar. Hún lagði jafn­framt áherslu á að það verði að vera starf­hæf rík­is­stjórn í land­inu fram að því.

Ingi­björg Sól­rún sagði, að stjórn­mála­menn verði að axla ábyrgð eins og staðan sé nú og álykt­un Reykja­vík­ur­fé­lags Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá í gær, um að slíta beri stjórn­ar­sam­starf­inu, hafi ekki hafa komið sér á óvart.

Miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur verið boðuð til fund­ar á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert