Skv. heimildum mbl.is er búið að segja upp starfsmönnum Kompás og leggja niður þáttinn, sem hefur verið sýndur á Stöð 2. Þá hafa borist fréttir af því að nokkrir fréttamenn stöðvarinnar hafi sagt upp störfum til að sýna Sigmundi Erni Rúnarssyni og Elínu Sveinsdóttur stuðning, sem var sagt upp í morgun. Það hefur hins vegar ekki fengist staðfest.