Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustól á Alþingi í morgun.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustól á Alþingi í morgun. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í skýrslu sem hann flutti Alþingi um stöðu efnahagsmála, að margt hefði verið gert á síðustu mánuðum af hálfu stjórnvalda til að bregðast við fjármálakreppunni hér á landi.

Sagði Geir, að unnið hefði verið ötullega á öllum vígstöðum til að draga úr því efnahagsáfalli, sem varð í haust, bæði á sviði atvinnumála, fjármála einstaklinga og fyrirtækja. 

Geir taldi upp þær aðgerðir, sem þegar hefði verið gripið til, og voru þær í um 40 liðum. 

Geir sagði m.a. að heimilin í landinu muni um síðir þurfa að greiða niður kostnað vegna halla ríkissjóðs. Tvær leiðir væru til að fjármagna hallann. Annars vegar að ganga á eign ríkissjóðs hjá Seðlabanka en það gæti leitt til aukinnar verðbólgu síðar. Hin væri útgáfa ríkisskuldabréfa, sem gæti leitt til hækkandi vaxta síðar. 

Ræða Geirs í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert