Máttlítill málflutningur forsætisráðherra

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson. mbl.is/Ómar

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði það áhyggjuefni hve málflutningur forsætisráðherra þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efnahagsmál, hefði verið máttlítill. Sagði hann breytinga þörf og ríkisstjórnin bæri feigðina í augunum.

Sagði Birkir Jón að  hann tilheyrði skuldugustu kynslóð Íslandssögunnar, sem hefði tekið námslán, íbúðalán og bílalán jafnvel í erlendri mynt samkvæmt ráðleggingum banka, sem hefðu jafnvel tekið stöður gegn krónunni.

„Þegar 20 þúsund einstaklingar ganga atvinnulausir um götur bæjanna snertir það hverju einustu fjölskyldu landsins. Við þessu verður að bregðast," sagði Birkir Jón.

Hann sagði tækifærin blasa við hvert sem litið er. En til að nýta tækifærin þyrftu Íslendingar að búa að öflugri forustu, leiðtogum sem töluðu kjark í fólkið. Af þeirri ástæðu vildi Framsóknarflokkurinn að ríkisstjórnin færi frá. 

Þingmenn ræða nú um skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál.
Þingmenn ræða nú um skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert