Máttlítill málflutningur forsætisráðherra

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson. mbl.is/Ómar

Birk­ir Jón Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði það áhyggju­efni hve mál­flutn­ing­ur for­sæt­is­ráðherra þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efna­hags­mál, hefði verið mátt­lít­ill. Sagði hann breyt­inga þörf og rík­is­stjórn­in bæri feigðina í aug­un­um.

Sagði Birk­ir Jón að  hann til­heyrði skuldug­ustu kyn­slóð Íslands­sög­unn­ar, sem hefði tekið náms­lán, íbúðalán og bíla­lán jafn­vel í er­lendri mynt sam­kvæmt ráðlegg­ing­um banka, sem hefðu jafn­vel tekið stöður gegn krón­unni.

„Þegar 20 þúsund ein­stak­ling­ar ganga at­vinnu­laus­ir um göt­ur bæj­anna snert­ir það hverju ein­ustu fjöl­skyldu lands­ins. Við þessu verður að bregðast," sagði Birk­ir Jón.

Hann sagði tæki­fær­in blasa við hvert sem litið er. En til að nýta tæki­fær­in þyrftu Íslend­ing­ar að búa að öfl­ugri for­ustu, leiðtog­um sem töluðu kjark í fólkið. Af þeirri ástæðu vildi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að rík­is­stjórn­in færi frá. 

Þingmenn ræða nú um skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál.
Þing­menn ræða nú um skýrslu for­sæt­is­ráðherra um efna­hags­mál. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert