Nafnbirtingin grafalvarlegt mál

mbl.is/Júlíus

„Þetta er grafal­var­legt og ég á ekki til orð yfir þessu. Ég ráðlegg eng­um að láta sér detta slíkt til hug­ar,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn um blogg­færsl­ur á net­inu þar sem hvatt er til ónæðis á heim­il­um lög­reglu­manna sem sinnt hafa aðgerðastjórn­un vegna mót­mæla að und­an­förnu.

Á net­inu hafa verið birt­ar mynd­ir af lög­reglu­mönn­um, nöfn þeirra og heim­il­is­föng, ásamt korti sem sýn­ir leið að heim­ili viðkom­andi. Jafn­framt er hvatt til þess að farið sé heim til viðkom­andi að næt­ur­lagi og hon­um gert ónæði.

„Þetta er til ít­ar­legr­ar skoðunar hjá okk­ur. Við lát­um slíkt ekki ger­ast,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert