Nú er víða komið óveður um allt land., samkvæmt upplýsingum umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru beðnir um að athuga vel akstursskilyrði áður en lagt er af stað. Ófært er um Fjarðarheiði. Á Öxnadalsheiði og Möðrudalsöræfum er þungfært og stórhríð og alls ekkert ferðaveður.
Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði, hálka á Hellisheiði og í Þrengslunum. Hálka og hálkublettir eru á öðrum leiðum. Enn er flughált á Krýsuvíkurleið.
Á Vesturlandi er óveður og hálkublettir á Holtavörðuheiði og hálka eða hálkublettir víðast hvar annarstaðar. Þæfingsfærð og óveður er á Fróðárheiði og hálkublettir og skafrenningur á Vatnaleið. Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Hálkublettir og skafrenningur er á Kleifarheiði. Óveður á Hálfdán, Klettshálsi, Gemlufallsheiði og á Steingrímsfjarðarheiði þar sem einnig er snjóþekja.
Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Stórhríð og þungfært er á Öxnadalsheiði. Hálkublettir og stórhríð er á Vatnskarði. Óveður er á Þverárfjalli, Vatnskarði og í Húnavatnssýslu.
Norðaustanlands er hálka og éljagangur í kringum Húsavík og Mývatn. Flughált er í Kelduhverfi. Þæfingsfærð og stórhríð er á Mývatnsöræfum og á Hólasandi.
Á Austurlandi er víða hálka en þó að mestu autt með ströndinni. Á Möðrudalsöræfum og á Biskupsháls er þungfært og stórhríð en á Vopnafjarðarheiði er hálka og skafrenningur. Flughált er í Hróarstungu og á Borgarfjarðarvegi. Ófært er á Fjarðarheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Oddskarði.
Á Suðausturlandi er óveður í Lóni. Víða er orðið autt, þó er en hálkublettir á nokkrum leiðum.