Ófært á heiðum austanlands

Fólki er ráðlagt að athuga vel færð og veður áður …
Fólki er ráðlagt að athuga vel færð og veður áður en það heldur af stað. Ómar Óskarsson

Nú er víða komið óveður um allt land., samkvæmt upplýsingum umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru beðnir um að athuga vel akstursskilyrði áður en lagt er af stað. Ófært er um Fjarðarheiði. Á Öxnadalsheiði og Möðrudalsöræfum er þungfært og stórhríð og alls ekkert ferðaveður.

Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði, hálka á Hellisheiði og í Þrengslunum. Hálka og hálkublettir eru á öðrum leiðum. Enn er flughált á Krýsuvíkurleið.
Á Vesturlandi er óveður og hálkublettir á Holtavörðuheiði og hálka eða hálkublettir víðast hvar annarstaðar. Þæfingsfærð og óveður er á Fróðárheiði og hálkublettir og skafrenningur á Vatnaleið. Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Hálkublettir og skafrenningur er á Kleifarheiði. Óveður á Hálfdán, Klettshálsi, Gemlufallsheiði og á Steingrímsfjarðarheiði þar sem einnig er snjóþekja.
Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Stórhríð og þungfært er á Öxnadalsheiði. Hálkublettir og stórhríð er á Vatnskarði. Óveður er á Þverárfjalli, Vatnskarði og í Húnavatnssýslu.
Norðaustanlands er hálka og éljagangur í kringum Húsavík og Mývatn. Flughált er í Kelduhverfi. Þæfingsfærð og stórhríð er á Mývatnsöræfum og á Hólasandi.
Á Austurlandi er víða hálka en þó að mestu autt með ströndinni. Á Möðrudalsöræfum og á Biskupsháls er þungfært og stórhríð en á Vopnafjarðarheiði er hálka og skafrenningur. Flughált er í Hróarstungu og á Borgarfjarðarvegi. Ófært er á Fjarðarheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Oddskarði.
Á Suðausturlandi er óveður í Lóni. Víða er orðið autt, þó er en hálkublettir á nokkrum leiðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert