Hæstiréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn barnungri fósturdóttur sinni. Þetta er þyngsti dómur sem fallið hefur í kynferðisbrotamáli hér á landi. Stúlkunni voru dæmdar tvær og hálf milljón króna í bætur.
Maðurinn játaði m.a. að hafa margoft haft samræði við stúlkuna á heimili þeirra í Reykjavík frá janúar til maí á síðasta ári. Auk þess játaði hann margítrekuð endaþarmsmök við hana og að hafa fengið hana til munnmaka.
Athæfi mannsins uppgötvaðist þegar vinkona eiginkonu hans kom í heimsókn en þá lá hann með barninu uppi í rúmi.