Sjávarútvegsfyrirtækin skulda viðskiptabönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi, 427,5 milljarða króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar.
Fyrirspurn Kristins hljóðar svo:
1.
Hve miklar eru skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við viðskiptabankana þrjá, Nýja
Glitni hf., NBI hf. og Nýja Kaupþing banka hf., sem ríkið hefur stofnað til þess að
yfirtaka hluta af eignum og skuldum eldri banka, sundurliðað eftir bönkum?
2.
Hve mikið af skuldunum er tilkomið vegna kaupa á fiskveiðiheimildum og hvað eru þær
skuldir til langs tíma?
3.
Hver eru helstu veð til tryggingar skuldunum og hvernig er veðstaðan í ljósi verulegrar
lækkunar á verði þorskveiðiheimilda undanfarna mánuði?
Svör Landsbankans
1.
Heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja (útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki en ekki fiskviðskipti) nema um 1.300 milljónum evra.
2.
Lánveitingar eru ekki sundurliðaðar eftir fjárfestingum og því liggja ekki fyrir upplýsingar til að svara þessum lið.
3.
Metið er í hverju tilviki fyrir sig hvaða krafa er gerð um veðsetningu til tryggingar
skuldum. Að mati Landsbankans er ekki rétt að fjalla um stöðu veða bankans með opinberum hætti.
Svör Glitnis
1.
Útlán Nýja Glitnis til fiskveiða og vinnslu sjávarafurða nema um 125 milljörðum kr.
2.
(a) Lán sem veitt hafa verið eingöngu til að fjármagna kaup á aflaheimildum eru ekki
sérgreind í kerfum bankans.
(b) Langtímalán til sjávarútvegsfyrirtækja eru almennt til 10–15 ára.
3.
Helstu veð bankans til tryggingar lánum sjávarútvegsfyrirtækja eru í
skipum (með aflaheimildir), vinnsluhúsum, framleiðslutækjum,
vörubirgðum og viðskiptakröfum. Lækkun á verði þorskkvóta hefur haft
neikvæð áhrif á veðstöðu bankans.
Svör Kaupþings
1.
Skuldbindingar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við Kaupþing námu um 85,5 milljörðum
kr. í lok nóvember sl.
2.
Bankinn
hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það í hvað lán til íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja eru notuð. Getur bankinn því ekki svarað hve
mikið af skuldum íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja séu til komnar vegna kaupa á fiskveiðiheimildum
og hvað þær
skuldir séu til langs tíma.
3.
Helstu verðmæti sem lögð eru fram til tryggingar skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna eru
eignir félaganna sem hafa fjárhagslegt gildi, svo sem fasteignir félagsins, rekstrartæki,
vörubirgðir, kröfuréttindi og afurðir.