Viðfangsefnið að halda utan um íslenskt samfélag

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í dag.
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði á Alþingi að viðfangsefnið snérist um hvernig menn ætluðu í heild sinni að halda utan um íslenskt samfélag á næstu mánuðum og árum og koma þjóðinni út úr þeim erfiðleikum, sem við væri að glíma.

Steingrímur sagði að ríkisstjórnin hefði misst tökin á ástandinu. Með því væri ekki sagt að ríkisstjónrin hefði ekkert verið að gera en henni hefði mistekist að takast á við vandann og nyti ekki trausts þjóðarinnar. 

Hann sagði að ástandið í þjóðfélaginu sýndi að vandamálið væri ekki síst pólitískt og ríkisstjórnin vildi ekki horfast í augu við það. Steingrímur sagðist hvetja fólk til að beita friðsamlegum og löglegum aðgerðum til að láta óánægju sína í ljós og hvetja bæði mótmælendur og lögreglu að halda ró sinni og sína stillingu eins og tekist hefði afar vel lengi vel. 

Sagði Steingrímur að ríkisstjórninni hefði  algerlega mistekist að mæta óskum samfélagsins um upplýsingar, um að breytt verði um vinnubrögð og að þau verði heiðarleg og gagnsæ. Stjórninni hefði einnig mistekist að mæta kröfum um ábyrgð og það vekti æ meiri undrun að allir skuli sitja þar sem þeir sitja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert