100 manns mótmæltu á Akranesi

Um 100 manns mættu á mót­mæla­fund sem hald­inn var á Akra­torg­inu á Akra­nesi í dag.  „Til­efni fund­ar­ins var að mót­mæla því grafal­var­lega ástandi sem nú rík­ir í ís­lensku at­vinnu- og efna­hags­lífi,“ seg­ir á heimasíðu Verka­lýðsfé­lags Akra­ness. 

Þau sem stóðu fyr­ir þess­um fundi voru Anna Lára Stein­dal og Krist­inn Pét­urs­son. Sá síðar­nefndi hélt ræðu þar sem hann for­dæmdi það aðgerða- og úrræðal­eysi sem ríkt hef­ur hjá stjórn­völd­um frá hruni bank­anna, að því seg­ir á síðunni.

Skipu­leggj­end­ur fund­ar­ins óskðu eft­ir því að formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness myndi flytja ræðu á fund­in­um og varð hann við þeirri ósk.  Í ræðu for­manns kom m.a. fram að það væri frá­bært að sjá þann ár­ang­ur sem mót­mæl­in á höfuðborg­ar­svæðinu væru búin að skila, en sem kunn­ugt er virðast mikl­ar lík­ur á að kosið verið til Alþing­is 9 maí í vor.

Formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness sagði að draga þyrfti „þá aðila inn­an fjár­mála­kerf­is­ins til ábyrgðar sem mögu­lega bera ábyrgð á því ástandi sem nú rík­ir í ís­lensku sam­fé­lagi og einnig þá aðila inn­an stjórn­sýsl­un­ar sem brugðist hafa sínu eft­ir­lits­hlut­verki.“

Formaður fé­lags­ins, Vil­hjálm­ur Birg­is­son, sagði að lok­um í sinni ræðu að þau gildi  sem ríkt hafa í ís­lensku sam­fé­lagi á liðnum árum og ára­tug­um þurfi að heyra sög­unni til.  „Þau gildi sem um ræðir lúta að græðgi, sér­hags­muna­gæslu og hroka í garð al­menn­ings.  Það þarf að taka upp ný gildi í ís­lensku sam­fé­lagi, gildi sem lúta jöfnuði, rétt­læti og virðingu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka