Afbrotamenn í götubardaga

Stefán J. Eiríksson lögreglustjóri segir að góðkunningjar lögreglunnar og afbrotamenn sem hafi talið sig eiga harma að hefna hafi verið í fremstu víglínu þegar átök brutust út á Austurvelli í fyrrinótt. Um tíma komu mótmælendur lögreglunni til aðstoðar til að hafa hemil á aðstæðum. Eins og kunnugt er beitti lögregla táragasi um nóttina. Stefán segir meðal annars í viðtali við Mbl sjónvarp , að það hafi reynst nauðsynlegt að rýma Austurvöll eftir að tveir lögreglumenn höfðu slasast, og hellt var bensíni við inngang þinghússins og reynt að bera eld að.

Lögreglan var hefur legið undir ámæli fyrir að hafa gripið of fljótt til piparúða í Alþingisgarðinum þann 20. Janúar. Fjöldi ljósmyndara og tökumanna varð fyrir piparúða án þess að vera sjáanlega að flækjast fyrir lögreglu eins og myndskeið frá MBl sjónvarpi ber með sér enn tökumaður Mbl var meðal þeirra sem fyrir varð. Stefán segir fráleitt að setja dæmið upp þannig að lögreglan hafi beitt sér gagnvart þessum hópi sérstaklega. Annar hver maður hafi verið með myndavél í Alþingisgarðinum og lögreglan hafi fylgt fyrirmælum um notkun piparúða, það er að segja, beðið fólk fyrst um að fara, gefið síðan til kynna að piparúða yrði beitt ef það yrði ekki við tilmælum lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert