Afbrotamenn í götubardaga

00:00
00:00

Stefán J. Ei­ríks­son lög­reglu­stjóri seg­ir að góðkunn­ingj­ar lög­regl­unn­ar og af­brota­menn sem hafi talið sig eiga harma að hefna hafi verið í fremstu víg­línu þegar átök brut­ust út á Aust­ur­velli í fyrrinótt. Um tíma komu mót­mæl­end­ur lög­regl­unni til aðstoðar til að hafa hem­il á aðstæðum. Eins og kunn­ugt er beitti lög­regla tára­gasi um nótt­ina. Stefán seg­ir meðal ann­ars í viðtali við Mbl sjón­varp , að það hafi reynst nauðsyn­legt að rýma Aust­ur­völl eft­ir að tveir lög­reglu­menn höfðu slasast, og hellt var bens­íni við inn­gang þing­húss­ins og reynt að bera eld að.

Lög­regl­an var hef­ur legið und­ir ámæli fyr­ir að hafa gripið of fljótt til piparúða í Alþing­is­garðinum þann 20. Janú­ar. Fjöldi ljós­mynd­ara og töku­manna varð fyr­ir piparúða án þess að vera sjá­an­lega að flækj­ast fyr­ir lög­reglu eins og mynd­skeið frá MBl sjón­varpi ber með sér enn tökumaður Mbl var meðal þeirra sem fyr­ir varð. Stefán seg­ir frá­leitt að setja dæmið upp þannig að lög­regl­an hafi beitt sér gagn­vart þess­um hópi sér­stak­lega. Ann­ar hver maður hafi verið með mynda­vél í Alþing­is­garðinum og lög­regl­an hafi fylgt fyr­ir­mæl­um um notk­un piparúða, það er að segja, beðið fólk fyrst um að fara, gefið síðan til kynna að piparúða yrði beitt ef það yrði ekki við til­mæl­um lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert