„Allt kemur til greina"

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ómar Óskarsson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu.

„Ég tel að stjórnmálamenn verði að gera hreint fyrir sínum dyrum og svara því skýrt hvert þeir vilja stefna til framtíðar. Það er í sjálfu sér einfalt að verða við þessari kröfu almennings en vandinn er að taka á þeim erfiðu verkefnum sem bíða við hvert fótmál. Til þess þarf stjórnvöld sem axla ábyrgð fram að kosningum og það mun Samfylkingin gera. Hún mun ekki hrökkva undan og láta duga að standa álengdar í sjálfumgleði meðan fólk og fyrirtæki berjast í bökkum.“

Ingibjörg segir það koma til greina að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum sem Framsóknarflokkurinn verji falli. Hins vegar þurfi allir að gera sér grein fyrir þeim vandamálum sem við er að eiga.

„Það kemur allt til greina ef þeir átta sig á því að stjórnvalda bíða erfiðar ákvarðanir við að koma skútunni á réttan kjöl aftur. Mér hefur sýnst skorta mikið upp á það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka