Framtíðarþingi Samfylkingarinnar sem halda átti í húsnæði við Hringbraut sem áður hýsti verslunina Byko á morgun hefur verið frestað vegna stjórnmálaástandsins. Þetta kemur fram á vef Samfylkingarinnar.
Á blaðamannafundi sem Samfylkingin stóð fyrir síðastliðinn laugardag kom fram að á Framtíðarþinginu hafi átt að leita lausna á brýnustu verkefnum í stjórnmálum samtímans en jafnframt horft til framtíðar með áherslu á þau gildi, stefnumið og forgangsröðun sem eiga að ráða för við endurreisn Íslands í kjölfar bankahrunsins.
Áherslan verður lögð á virka þátttöku flokksmanna og annarra sem áhuga hafa á að leiða fram nýjar hugmyndir og lausnir. Framtíðarþing Samfylkingarinnar á að vera staður fyrir frjó skoðanaskipti og vettvangur fyrir skapandi stjórnmál, að því er fram kemur á vef Samfylkingarinnar.