Framtíðarþingi frestað vegna stjórnmálaástandsins

Ingibjörg Sólrún Gísladótti formaður Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður …
Ingibjörg Sólrún Gísladótti formaður Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar Árni Torfason

Framtíðarþingi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem halda átti í hús­næði við Hring­braut sem áður hýsti versl­un­ina Byko á morg­un hef­ur verið frestað vegna stjórn­mála­ástands­ins. Þetta kem­ur fram á vef Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Á blaðamanna­fundi sem Sam­fylk­ing­in stóð fyr­ir síðastliðinn laug­ar­dag kom fram að á Framtíðarþing­inu hafi átt að leita lausna á brýn­ustu verk­efn­um í stjórn­mál­um sam­tím­ans en jafn­framt horft til framtíðar með áherslu á þau gildi, stefnumið og for­gangs­röðun sem eiga að ráða för við end­ur­reisn Íslands í kjöl­far banka­hruns­ins.

Áhersl­an verður lögð á virka þátt­töku flokks­manna og annarra sem áhuga hafa á að leiða fram nýj­ar hug­mynd­ir og lausn­ir. Framtíðarþing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á að vera staður fyr­ir frjó skoðana­skipti og vett­vang­ur fyr­ir skap­andi stjórn­mál, að því er fram kem­ur á vef Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert