Síðustu mótmælendurnir fóru af Austurvelli um klukkan hálftvö í nótt, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Eftir miðnættið höfðu verið 15-20 mótmælendur á Austurvelli. Flestir þeirra sem stóðu vaktina til enda voru merktir appelsínugulum lit, að sögn lögreglu.
Appelsínuguli liturinn auðkennir þá mótmælendur sem eru andvígir árásum á lögreglu.Ekki kom til neinna átaka og fór allt mjög friðsamlega fram, að sögn lögreglunnar.