Geðheilsa barna versnar í efnahagskreppu

Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir
Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir Ásdís Ásgeirsdóttir

„Efnahagslegar þrengingar eru áhættuþáttur fyrir geðheilsu barna, vegna þess að erfið efnahagsstaða foreldra og áhyggjur þeirra af henni getur haft bein áhrif á geðheilsu foreldra. Meiri líkur eru á því að þeir finni fyrir kvíða, depurð og reiði sem hefur áhrif á samskipti þeirra við börnin. Þessar tilfinningar geta t.d. birst sem fjandskapur í samskiptum og skapofsi, þannig að gæði uppeldisins minnka, sem svo aftur hefur bein áhrif á geðheilsu barnanna sem verður mælanlega verri og hegðunarvandamál þeirra fleiri,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Áhættan er meiri hjá foreldrum sem standa höllum fæti fyrir.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert