Hænuskref í rétta átt

Hörður Torfason hefur verið í forsvari fyrir Raddir fólksins.
Hörður Torfason hefur verið í forsvari fyrir Raddir fólksins. mbl.is

„Hvað er hann að draga veik­indi sín fram í dags­ljósið núna?“ sagði Hörður Torfa­son þegar hann var innt­ur eft­ir viðbrögðum Radda fólks­ins við tíðind­um af veik­ind­um Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, og til­lög­um um kosn­ing­ar 9. maí. Hörður seg­ir að ekki verði slegið af í mót­mæl­un­um þrátt fyr­ir til­lög­una. Þetta sé þó hænu­skref í rétta átt.

„Ef nokkuð þá efl­umst við í bar­átt­unni,“ sagði Hörður jafn­framt. Hann neitaði því að kröf­um Radda fólks­ins hefði verið mætt. „Þetta eru bara póli­tísk­ar reyk­bomb­ur, þetta er hænu­skref í átt­ina en maður sér í gegn­um svona leiki.“

Hörður seg­ir meira í húfi en svo að hægt sé að taka mark á svo óljósri til­lögu og Geir hafi ekki sagt af sér.

Hörður undr­ast að Geir hafi dregið veik­ind­in fram í dags­ljósið á þess­um tíma­punkti. „Það er til dá­lítið sem heit­ir einka­líf og svo er stjórn­mála­líf. Það er tvennt ólíkt.“

Málið seg­ir hann að verði skoðað en nú dragi ekki úr mót­mæl­un­um. „Ef nokkuð er þá berj­um við bara fast­ar í vegg­inn,“ seg­ir Hörður, kröf­urn­ar séu enn þær sömu; að rík­is­stjórn­in fari frá og kosn­ing­ar verði ákveðnar. „Geir er ekki að segja af sér og stjórn­in ætl­ar að halda áfram og þetta er ein­hver óljós til­laga um um kosn­ing­ar.“

Mót­mæl­in seg­ir hann munu halda áfram af full­um krafti á morg­un og laug­ar­dag. „Það verður að sjást í gegn­um þetta reykkóf sem stjórn­mála­menn eru að blása upp. Við vilj­um breytt kerfi, við vilj­um breyt­ing­ar á þessu þjóðfé­lagi. Þetta er úr sér gengið kerfi, valdaklík­ur og spill­ing og við gef­um ekk­ert eft­ir af okk­ar kröf­um. Þá vær­um við lít­ils virði,“ seg­ir Hörður Torfa­son, for­svarsmaður Radda fólks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka