Landsfundur færður nær kosningum?

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Tekið verður fyr­ir hvort seinka eigi lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins á miðstjórn­ar­fundi flokks­ins, sem hald­inn verður í há­deg­inu í dag, og einnig verður rætt um stjórn­ar­sam­starfið. Þetta verður sam­eig­in­leg­ur fund­ur þing­flokks og miðstjórn­ar.

Bú­ast má við því að Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og formaður flokks­ins mæli fyr­ir því að lands­fundi verði frestað, jafn­vel þar til í apríl. Það er rök­stutt með því að ekki sé hægt að halda hann í lok janú­ar af ör­ygg­is­ástæðum, auk þess sem bú­ast megi við að kosn­ing­ar verði haldn­ar í maí og því sé ráðlegt að færa lands­fund­inn nær kosn­ing­um – venj­an sé að halda lands­fund fimm vik­um fyr­ir kosn­ing­ar.

Einnig verður stjórn­ar­sam­starfið rætt. Geir H. Haar­de hef­ur lýst yfir vilja til að halda áfram stjórn­ar­sam­starf­inu fram að kosn­ing­um. Heyra má því til stuðnings að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafi tekið und­ir það og það beri að láta reyna á staðfestu og trú­verðug­leika henn­ar, enda skipti máli hver það verði sem hlaupi frá sam­starf­inu.

Einnig heyr­ast þau sjón­ar­mið inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins að Sam­fylk­ing­in hafi þegar sýnt að hún sé óstjórn­tæk með yf­ir­lýs­ing­um sín­um und­an­farna daga, meðal ann­ars álykt­un Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík um að skorað væri á þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu strax. Þess vegna eigi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nú þegar að hafa frum­kvæði að því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert