Um tveir þriðju hlutar fólks eru hlynntir mótmælunum undanfarið, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins sem blaðið greinir frá í dag. Langflestir segjast ekki vera hlynntir árásum á lögreglu, ofbeldi eða skrílslátum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 45,7% hlynnt mótmælunum og 20,6% mjög hlynnt en 10,2% hlutlaus. Þá eru 13,5% andvíg mótmælunum og 10% mjög andvíg.
Ívið fleiri konur eru andvígar mótmælunum en karlar. Stuðningur við mótmælin er ólíkur eftir stjórnmálaskoðunum fólks. Þannig styðja 87% fylgismanna Vinstri grænna mótmælin og 76% fylgismanna Samfylkingarinnar en einungis 32% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks eru hlynnt mótmælunum.