Miðstjórnarfundur að hefjast

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mætir á miðstjórnarfundinn
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mætir á miðstjórnarfundinn mbl.is/Ómar

Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á hádegi en þar sem meðal annars verður rætt um hvor fresta eigi landsfundi flokksins þar til í apríl, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun tjá sig við fjölmiðla klukkan 12:30.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins virðast báðir stjórnarflokkarnir vera farnir að búa sig undir kosningar í vor. Er talið líklegt að landsfundi Samfylkingarinnar verði flýtt og hann haldin í mars eða apríl. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst því yfir að hún vilji að það verði kosið í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert