Ræða frestun kjaraviðræðna

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ mbl.is/Ómar

Um 80 formenn aðildarfélaga ASÍ og einstakra deilda í landssamböndum sambandsins eru nú saman komnir til fundar á Grand hótel. Ræða formennirnir þá niðurstöðu miðstjórnar ASÍ að fresta öllum kjaraviðræðum þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum.

 Á fundi miðstjórnar ASÍ sl. miðvikudag kom fram að rétt væri að fresta viðræðum um endurskoðun kjarasamninga fram í júní. Í millitíðinni yrði boðað til þingkosninga og ný ríkisstjórn, með nægilegan styrk og endurnýjað umboð, tæki við. Miðstjórnin komst að þeirr niðurstöðu að  núverandi ríkisstjórn hefði hvorki þann kraft né umboð til að koma að uppbyggingu atvinnulífs og varðstöðu um hag heimilanna til framtíðar. 

Ákveðið var að kalla saman formannafund ASÍ til að ræða þessa afstöðu miðstjórnarinnar. Búist er við því að fundur formannanna muni standa í tvær til þrjár klukkustundir og er yfirlýsingar að vænta í lok hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert