Takast á um matvælafrumvarpið

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Deilur um innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins eru á ný komnar upp við umræður á Alþingi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti í gær fyrir breyttu frumvarpi frá síðasta löggjafarþingi, en það felur í sér að teknar eru inn í íslenska löggjöf gerðir Evrópusambandsins um matvæli og fóður.

Gert er ráð fyrir að matvælalöggjöf ESB taki gildi 1. mars næstkomandi. Efnisákvæði sem varða búfjárafurðir taka þó ekki gildi fyrr en 1. nóvember 2010.

Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum gagnrýndu frumvarpið harðlega. Einar benti hins vegar á að Íslendingum væri skylt að innleiða matvælalöggjöfina. „Við erum þess vegna að setja útflutningshagsmuni okkar í hættu ef við göngum ekki í að uppfylla þessi skilyrð,“ sagði hann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka