Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra snýr heim frá Stokkhólmi í dag en hún hefur verið þar í rúma viku í meðferð vegna höfuðmeins. Læknar á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi staðfestu í morgun að um góðkynja æxli sé að ræða en mestur hluti þess fjarlægður í aðgerð í síðustu viku.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir einnig, að Ingibjörg Sólrún muni verða frá vinnu enn um sinn á meðan hún jafnar sig að fullu eftir aðgerðina en ekki er talið nauðsynlegt að hún leggist inn á sjúkrahús nú við heimkomu eins og tilkynnt hafði verið.