Baðst afsökunar á ummælum

Mannfjöldi er á Austurvelli.
Mannfjöldi er á Austurvelli. mbl.is/Golli

Hörður Torfa­son, for­svarsmaður sam­tak­anna Radda fólks­ins, hóf úti­fund á Aust­ur­velli í dag með því að biðjast af­sök­un­ar á um­mæl­um sem hann lét falla um Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. Sagðist hann einnig hafa hringt í aðstoðarmann Geirs í morg­un og beðist af­sök­un­ar.

Um­mæl­in birt­ust á vefn­um mbl.is. Þar var Hörður spurður um veik­indi for­sæt­is­ráðherra og svaraði: „Hvað er hann að draga veik­indi sín fram í dags­ljósið núna?“ Þessi um­mæli sættu afar harðri gagn­rýni blogg­ara.

Hörður sagðist í upp­hafi úti­fund­ar­ins vilja óska Geir bata og styrk í erfiðum veik­ind­um. Þá sendi Hörður Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bar­áttu­kveðjur vegna veik­inda henn­ar. 

Mann­fjöldi er á úti­fund­in­um. Þar flutti Magnús Björn Ólafs­son, blaðamaður, m.a. ávarp og gagn­rýndi þá sem grýtti lög­reglu­menn í mót­mæl­um á Aust­ur­velli og reyndu að kveikja í Alþing­is­hús­inu. Sagði hann að litl­um hópi hefði næst­um tek­ist að eyðileggja þrot­laust starf þúsunda, sem unnið hefðu að því und­an­farna mánuði að byggja upp nýtt og rétt­lát­ara þjóðfé­lag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert