Frjálslyndir hafna ESB-aðild

Frá fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins. Myndin er tekin af vef …
Frá fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins. Myndin er tekin af vef flokksins.

Meiri­hluti fé­lags­manna í Frjáls­lynda flokkn­um, sem tóku þátt í póst­könn­un, eru and­víg­ir því að Ísland eigi að leita eft­ir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Niðurstaðan var birt á fundi miðstjórn­ar flokks­ins í dag.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar voru þær að við spurn­ing­unni hvort Ísland ætti að leita eft­ir aðild að ESB svöruðu 34,8% ját­andi, 51,6% svöruðu neit­andi og óá­kvæn­ir voru 9,5%. Einn seðill var ógild­ur eða 0,5%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert