Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 32,6% í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Fylgi Framsóknarflokksins eykst einnig verulega og mælist 16,8% en fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heldur áfram að minnka. Aðeins 20,3% segjast styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningurinn aldrei mælst minni.
Fylgi Samfylkingarinna mælist nú 19,2% og hefur ekki verið minna í tvö ár. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 22,1%. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 3,7%.
Flestir, eða 45,1%, segjast vilja þjóðstjórn fram að næstu kosningum. Fjórðungur vill að núverandi ríkisstjórn haldi áfram þar til kosið er, en 18,2 prósent vilja stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi Framsóknarflokks.