Greinilega snúið út úr ummælum

Hörður Torfason.
Hörður Torfason. mbl.is/Ómar

„Ég ætla bara að leyfa þess­ari umræðu að klár­ast. Það er greini­lega verið að gera eitt­hvað úr hlut­un­um en ég hef ekk­ert fylgst með því. Ég er með á hreinu að menn mis­skilja eitt­hvað það sem ég hef sagt,“ sagði Hörður Torfa­son í gær­kvöld, þegar hörð viðbrögð les­enda mbl.is við viðtali sem þar birt­ist við hann í gær, voru bor­in und­ir hann.

Í viðtal­inu var Hörður innt­ur eft­ir viðbrögðum við veik­ind­um Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra. „Hvað er hann að draga veik­indi sín fram í dags­ljósið núna?“ var svar Harðar í frétt gær­dags­ins. „Það er til dá­lítið sem heit­ir einka­líf og svo er stjórn­mála­líf. Það er tvennt ólíkt.“

Þessi um­mæli urðu til­efni mik­ill­ar gagn­rýni á Hörð á bloggsíðum og var frétt­in orðin ein sú mest lesna á vef mbl.is í gær­kvöldi. „Ég hef voða lítið um þetta að segja annað en að menn verða að skoða þetta, ég geri það sjálf­ur. Það er al­veg á hreinu að þarna er verið að snúa út úr ein­hverju,“ sagði Hörður sem fannst „furðulegt“ að upp­taka af viðtal­inu hefði verið spiluð í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í gær­kvöld. „Stóri bróðir er alls staðar.“

Hann afþakkaði að bregðast við gagn­rýn­inni síðar í gær­kvöldi, eft­ir að hann hefði kynnt sér mál­in bet­ur. ben@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert