Hrunið óumflýjanlegt

Bönk­un­um mætti senni­lega bjarga en það væri rík­inu óvin­sælt og dýrt og óvíst hvort til þess gæf­ist tími, má lesa af glær­um Wil­lem H. Buiter og Anne Si­bert, sem þau sýndu sér­fræðing­um frá Seðlabank­an­um, fjár­málaráðuneyt­inu, al­menna markaðinum og há­skóla­sam­fé­lag­inu.

Skýrsl­una unnu þau fyr­ir Lands­bank­ann og hafa nú birt á vefsvæðinu www.cepr.org. Rýn­um í skýrsl­una og setj­um í sam­hengi.

Banka­björg­un óraun­hæf

Menn sem sátu fund­inn í júlí hafa hug­leitt hvort orð Buiters í Há­skól­an­um stang­ist á við niður­stöðu skýrsl­unn­ar? Vissu­lega stend­ur þar að banka­kerfið sé of­vaxið og Seðlabank­inn standi ekki und­ir því. Þar stend­ur að banka­kerfi utan evru­lands eða Banda­ríkj­anna standi ekki sterkt. Þau Buiter og Si­bert margtóku fram í skýrsl­unni að raun­hæfu kost­irn­ir væru aðeins tveir. Að halda í krón­una og koma bönk­un­um úr landi og á evru­svæði eða halda bönk­un­um og ganga í Evr­ópu­sam­bandið og mynt­banda­lag þess. Mörg ár gætu liðið þar til evr­an yrði gjald­miðill hér á landi og ætlaði Ísland að standa und­ir stór­vöxnu banka­kerf­inu fram að því gæti það safnað vara­forða í sjóð (e. reser­ve fund). Í hann þyrfti að vera hægt að sækja án fyr­ir­vara þegar styrkja þyrfti gengi krón­unn­ar, hluta­bréfa­markaður­inn hryndi eða áhlaup yrði á bank­ana.

Vand­inn væri hins veg­ar tvenns kon­ar. Upp­bygg­ing sjóðsins gæti tekið lengri tíma en landið hefði áður en banka­kerfið hryndi. Einnig að þótt tími gæf­ist væri áhætt­an mik­il, því binda þyrfti féð í þannig eign­um að fljótt og ör­ugg­lega mætti nálg­ast það. Þar með væri óljóst hvort landið hagnaðist af svo stóru banka­kerfi þar til það gengi í ESB og mynt­banda­lagið. Leiðin væri aðeins fær til styttri tíma og sem neyðarúr­ræði. Þau efuðust um að Ísland hefði næg­an tíma til að byggja upp sjóðinn.

Leyni­skýrsl­an birt

Það er því ekki orðum aukið þegar Buiter seg­ir aðeins spurt hvenær banka­kerfið hefði fallið. Það hefði að hans mati alltaf á end­an­um gert það án evr­unn­ar sem bak­hjarls.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert