Ímynd Íslands reist við

Mývetningar mótmæltu í Dimmuborgum í dag.
Mývetningar mótmæltu í Dimmuborgum í dag. mbl.is/Birkir Fanndal

Mý­vetn­ing­ar komu sam­an í Dimmu­borg­um kl 15 í dag svo sem gerðist einnig síðasta laug­ar­dag. Ólaf­ur Þröst­ur Stef­áns­son í Vog­um flutti stutt ávarp og, eft­ir það reistu viðstadd­ir við ímynd Íslands. Loks tóku viðstadd­ir hönd­um sam­an í þögul­um mót­mæl­um gegn ástand­inu í þjóðfé­lag­inu.

Um 30 manns tóku þátt í fund­in­um en krafa fund­ar­manna var af­sögn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, stjórn­ar og banka­stjóra Seðlabank­ans og stjórn­ar og for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert