Ímynd Íslands reist við

Mývetningar mótmæltu í Dimmuborgum í dag.
Mývetningar mótmæltu í Dimmuborgum í dag. mbl.is/Birkir Fanndal

Mývetningar komu saman í Dimmuborgum kl 15 í dag svo sem gerðist einnig síðasta laugardag. Ólafur Þröstur Stefánsson í Vogum flutti stutt ávarp og, eftir það reistu viðstaddir við ímynd Íslands. Loks tóku viðstaddir höndum saman í þögulum mótmælum gegn ástandinu í þjóðfélaginu.

Um 30 manns tóku þátt í fundinum en krafa fundarmanna var afsögn ríkisstjórnarinnar, stjórnar og bankastjóra Seðlabankans og stjórnar og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka