Nýtt þingframboð í undirbúningi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Hóp­ur fólks úr ýms­um sam­tök­um und­ir­býr nú fram­boð fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar í vor. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að ætl­un­in sé að kynna stefnu­mál og skipu­lag í næstu viku.

Í frétt­um RÚV kom fram að full­trú­ar úr ýms­um grasrót­ar­sam­tök­um, svo sem Radda fólks­ins og Nýrra tíma og hóp­ur mennta­fólks úr Reykja­víkuraka­demí­unni. Hafi full­trú­ar úr þess­um sam­tök­um hist að und­an­förnu til að und­ir­búa nýtt fram­boð fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar sem allt bend­ir til að haldn­ar verði í vor.

Fram­boðið mun ekki hafa fengið form­legt nafn en und­ir­bún­ings­starfið fer að hluta til fram á net­inu, á heimasíðu, sem er und­ir yf­ir­skrift­inni lýðveld­is­bylt­ing­in. Mark­miðið með fram­boðinu er sagt vera að auka gagn­sæi, rétt­læti og jafn­rétti með því að koma á breyt­ing­um í lýðræðisátt á stjórn­skip­an ís­lenska lýðveld­is­ins.

Lýðveld­is­bylt­ing­in

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert