Rafmagn skammtað á Vestfjörðum

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða. mynd/bb.is

Vesturlína, aðalorkuflutningslína Landsnets til Vestfjarða, bilaði aðfaranótt föstudags og er hún enn biluð. Búist er við að viðgerð á henni ljúki í kvöld. Síðastliðna nótt varð bilun í Mjólkárvirkjun sem veldur því að þar er nú engin orka framleidd.

Í morgun bilaði díselvél á Þingeyri og í kjölfar þeirrar bilunar hefur þurft að skammta rafmagn á norðanverðum Vestfjörðum. Búast má við rafmagnsleysi í 1-2 tíma í senn þar sem skammtað er. Skorað er á íbúa á norðaverðum Vestfjörðum að spara rafmagn sem kostur er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka