Seðlabankanum mótmælt

mbl.is/hag

Á þriðja tug manna er nú með mótmælaaðgerðir við Suðurlandsbraut nálægt Hótel Nordica, ber á potta og krefst þess að hreinsað verði út úr Seðlabankanum. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var boðað til mótmælanna með sms þar sem talið var að árshátíð Seðlabankans væri haldin í kvöld. 

Lögreglumenn eru á staðnum og hafa bannað fólkinu að vera inni á hótellóðinni. Tveir piltar reyndu að klifra upp á millibyggingu en hættu við. 

Hreinn seðlabanki stendur m.a. á spjöldunum.
Hreinn seðlabanki stendur m.a. á spjöldunum. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka