Fréttaskýring: Sjúklingar sendir utan fyrir sérhæfða meðferð

Um fimmtán manns greinast með krabbamein í vélinda á ári á Íslandi og meinið er helmingi algengara í körlum en konum. Meðalaldur við greiningu er 70 ár og Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er þannig í yngri kantinum við greiningu, en hann er 57 ára gamall.

Meðferðin fer ætíð eftir því á hvaða stigi krabbameinið er þegar það uppgötvast og einnig hefur staðsetning mikið að segja þegar meðferð er ákveðin.

Teymi á Landspítalanum

Geir sagði í ávarpi sínu í gær að hann færi utan til læknismeðferðar. „Þó eru krabbamein í vélinda meðhöndluð í flestum tilfellum hér á landi, einstaka sinnum hefur verið nauðsynlegt að senda sjúklinga utan til meðferðar og/eða greiningar ef sérhæfð tæki eru ekki til á Íslandi,“ segir Agnes.

Eftir meðferð við krabbameini í vélinda er mismunandi hvort líkamsstarfsemi skerðist. Það fer eftir eðli meinsins og meðferðarinnar. Stundum er hægt að fjarlægja æxlið eingöngu en fyrir kemur að nauðsynlegt sé að fjarlægja allt vélindað. „Það er mjög mikill munur á hversu góða heilsu fólk hefur eftir meðferð eftir því hvaða meðferðum er beitt,“ segir Agnes.

Miklar rannsóknir

Fyrstu einkenni um krabbamein í vélinda eru oftast erfiðleikar við að kyngja, tilfinningin getur verið eins og kökkur í hálsinum, en einnig geta verið óljós einkenni við kyngingu. Stundum getur æxlið valdið verkjum og uppköst og blóðugur uppgangur geta einnig verið einkenni um vélindakrabbamein.

Myndast yfirleitt á löngum tíma

Krabbamein í vélinda myndast yfirleitt á frekar löngum tíma, þ.e. nokkrum mánuðum eða árum. Undantekningar eru þó frá því en oftast er það falið nokkuð lengi áður en það greinist.

Vélindabakflæði hefur verið talið tengjast kirtilkrabbameini í vélinda og fjölgun sjúklinga með vélindabakflæði er talin vera ein af meginástæðum fyrir aukningu á tíðni kirtilkrabbameins í neðri hluta vélindans, að því er kemur fram í riti Krabbameinsfélagsins 2008.

Þar segir einnig að tilgátur hafi verið settar fram um að vaxandi tíðni bakflæðis á Vesturlöndum standi í sambandi við lækkandi tíðni sýkinga í maga af völdum Helicobakter pylori, en við hvarf sýkilsins eykst magasýran.

Vélindað flytur fæðuna frá koki og niður í maga. Það byrjar fyrir aftan munninn og fæðan fer fyrst niður vélindað, sem er nokkurs konar mjótt rör eða sívalningur úr mjúkum vöðva. Það liggur í brjóstholinu og niður að því þar sem brjóstkassinn endar. Þar tekur maginn við. Vélindað liggur þannig frá munnholi og niður að maga og skilar fæðunni frá munni niður í maga.

Vélindað er mjúkur vöðvi, ekki mjög þykkur og í því eru taktfastar hreyfingar sem ýta matnum niður. Þar fer engin melting fram heldur er það eingöngu flutningstæki. Það er um 25 cm að lengd og 1,5 cm í þvermál. Vöðvinn er svo sterkur að þó að maður stæði á haus og drykki færi vökvinn samt sem áður ofan í maga.

Að því er fram kemur í krabbameinsskrá 2008 er vélindakrabbamein 1-1,5% allra illkynja æxla á Íslandi. Vélindakrabbamein veldur um 2-5% dauðsfalla af völdum krabbameina. Á árunum 2002-2006 var aldursstaðlað nýgengi hér á landi 5,2 af 100.000 hjá körlum og 1,8 af 100.000 hjá konum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert