Vill 31.461 krónu í bætur

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Mál Vil­hjálms Bjarna­son­ar, fjár­fest­is og fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fjár­festa, og dætra hans gegn stjórn Straums Burðaráss og bank­an­um sjálf­um til vara verður tekið fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur 18. fe­brú­ar.

Vil­hjálm­ur og dæt­ur stefndu stjórn­inni þar sem hún samþykkti að selja 550 millj­ón­ir hluta á geng­inu 18,6 hinn 17. ág­úst 2007 en meðal­gengið var 19,17 og fór ekki neðar en í 18,9, sam­kvæmt stefn­unni. Hefði verið selt á meðal­geng­inu hefði feng­ist 313,5 millj­ón­um króna meira fyr­ir hlut­inn. Fé­lagið hefði því orðið af þeirri fjár­hæð.

Vil­hjálm­ur hef­ur fallið frá veiga­mesta liðnum í stefn­unni, þar sem hann fór fram á 592.632 krón­ur með vöxt­um í bæt­ur þar sem hann var ekki nægi­lega reifaður, að sögn sækj­and­ans Guðna Á. Har­alds­son­ar. Vil­hjálm­ur fer nú fram á 31.461 krónu í skaðabæt­ur auk vaxta.

„Þetta er prinsíp­mál,“ seg­ir Guðni og neit­ar að gefa upp hver greiðir fyr­ir mál­sókn­ina. „Mér er óheim­ilt að upp­lýsa það.“

Hann seg­ir að það liggi fyr­ir að stjórn­in seldi fimm pró­senta hlut í bank­an­um ein­hverj­um kaup­anda á und­ir­verði. „Fjár­mála­eft­ir­litið óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um um söl­una og hóf rann­sókn á henni í nóv­em­ber 2007 og í júní 2008 óskaði ég eft­ir upp­lýs­ing­um um rann­sókn­ina. Svo hrundu bank­arn­ir og ég heyrði í for­stöðumanni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins nú í des­em­ber sem sagði ekk­ert komið út úr rann­sókn­inni.“

Vil­hjálm­ur hef­ur skorað á stjórn Straums Burðaráss að upp­lýsa hver keypti hlut­inn. Þeir vísi í að Lands­bank­inn í Lúx­em­borg hafi verið viðskiptaaðil­inn.

Ekki náðist í Gísla Hall, verj­anda Straums Burðaráss.

Í hnot­skurn
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert