Féll í gil við Landmannalaugar

Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Kristinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í Landmannalaugar til að sækja slasaðan karlmann. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgsæslunnar féll maðurinn fram af barði og niður í gil.

Að sögn félaga mannsin var illmögulegt að komast að staðnum og voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út. Komu björgunarsveitarmenn á staðinn í snjóbíl og fluttu manninn á hentugri lendingarstað fyrir þyrluna. Nú er verið að troða snjó svo þyrlan geti lent.

Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var haft samband við lækni á Hvolsvelli sem taldi vissara að óska eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja manninn til byggða. Barst stjórnstöð Gæslunnar aðstoðarbeiðni um klukkan 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert