Fréttaskýring: Lánin mögulega lögbrot

Ólafur Ólafsson, sem á þeim tíma var annar stærsti eigandi …
Ólafur Ólafsson, sem á þeim tíma var annar stærsti eigandi Kaupþings, ásamt meðlimi Al-Thani fjölskyldunnar og öðrum vinum í Flatey í sumar. Ljósmynd/Hanna Lilja

Í ís­lensku viðskipta­lífi hafa þrif­ist viðskipti í skjóli bók­stafs lag­anna sem færa má rök fyr­ir að séu und­ir ákveðnum kring­um­stæðum siðferðis­lega um­deil­an­leg. Ein teg­und slíkra viðskipta er lán hluta­fé­lags til tengdra aðila og til kaupa á hluta­bréf­um í sjálfu sér. Í lög­um um hluta­fé­lög er ákvæði sem legg­ur al­mennt bann við slík­um viðskipt­um, en á bann­inu eru und­an­tekn­ing­ar.

„Að baki ákvæðinu ligg­ur hætt­an á hags­muna­árekstr­um, þ.e. regl­unni er ætlað að koma í veg fyr­ir að fjár­mun­ir séu færðir úr sjóðum fé­laga til tengdra aðila með lán­veit­ing­um sem mögu­lega byggj­ast á öðrum sjón­ar­miðum en viðskipta­leg­um hags­mun­um fé­lags­ins,“ seg­ir Áslaug Björg­vins­dótt­ir, dós­ent í fé­laga­rétti við laga­deild HR. Í ákvæðinu sem bann­ar þetta er hins veg­ar sér­stök und­anþága er snýr að fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Lögmaður sem sér­hæf­ir sig í fé­laga­rétti sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að sér hefði alltaf þótt þessi und­anþága í lög­un­um und­ar­leg og að hún byði heim hætt­unni á mis­notk­un. Bent hef­ur verið á að rétt­læta megi til­vist ákvæðis­ins með hliðsjón af því stranga eft­ir­liti og regl­um sem bank­ar sæta á grund­velli laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Lán­veit­ing­ar til eig­enda án ábyrgðar

Á kostnað annarra hlut­hafa

Hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög

Samþykk­is lána­nefnd­ar var ekki aflað

Markaðsmis­notk­un varðar allt að 6 ára fang­elsi

Um er að ræða viðskipti eða til­boð um viðskipti sem byggð eru á til­bún­ingi eða þar sem notuð eru ein­hver form blekk­ing­ar eða sýnd­ar­mennsku.

Öll form blekk­ing­ar falla und­ir þetta ákvæði lag­anna. Lög­fræðing­ur sem Morg­un­blaðið ræddi við seg­ir að ef dreg­in sé upp ein­hver mynd af viðskipt­um, þegar raun­veru­leik­inn er ann­ar vegna skorts á upp­lýs­ing­um, þá geti það hugs­an­lega fallið und­ir þetta ákvæði. Hann seg­ir að ef sú staða komi upp að menn sem eigi í hluta­bréfaviðskipt­um og séu ekki að taka neina áhættu þá veki það spurn­ing­ar um hvort ekki sé nauðsyn­legt að upp­lýsa um það.

Í venju­leg­um hluta­bréfaviðskipt­um er tek­in ákvörðun um kaup á grund­velli hagnaðar­von­ar með þeirri áhættu sem slík­um viðskipt­um fylg­ir. Þegar fjár­sterk­ur og öfl­ug­ur aðili kaup­ir hluta­bréf skráðs fé­lags send­ir það þau skila­boð út á markaðinn að viðkom­andi líti svo á að hluta­bréf fé­lags­ins séu verðugur fjár­fest­ing­ar­kost­ur.

Einnig fell­ur það und­ir markaðsmis­notk­un í áður­nefndu ákvæði lag­anna um verðbréfaviðskipti að dreifa orðrómi eða frétt­um sem gefa eða eru lík­leg­ar til að gefa rang­ar eða mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar eða vís­bend­ing­ar um fjár­mála­gern­inga, t.d. kaup­samn­inga, enda hafi sá sem dreifði upp­lýs­ing­un­um vitað eða mátt vita að upp­lýs­ing­arn­ar voru rang­ar eða mis­vís­andi.

Ekki voru gefn­ar upp­lýs­ing­ar til al­menn­ings um hvernig viðskipt­in urðu til þegar kaup sj­eiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani voru kynnt í sept­em­ber sl. Ekk­ert lá fyr­ir á þeim tíma að áhætta sj­eiks­ins af viðskipt­un­um væri eng­in og ekki lá fyr­ir að Ólaf­ur Ólafs­son hefði fjár­magnað þau til helm­inga með láni frá Kaupþingi, án per­sónu­legr­ar ábyrgðar. Það er hins veg­ar sjálf­stætt at­hug­un­ar­efni hvort sú staðreynd, að þeir hafi látið hjá líða að til­kynna um til­urð viðskipt­anna, falli und­ir und­ir áður­nefnt ákvæði um markaðsmis­notk­un.

Er sér­stak­lega tekið fram að stjórn skuli ekki taka þátt í ákvörðunum um ein­stök viðskipti, nema um­fang þeirra sé veru­legt miðað við stærð fyr­ir­tæk­is­ins. Þar seg­ir jafn­framt að ein­stak­ir stjórn­ar­menn skuli ekki hafa af­skipti af ákvörðunum um ein­stök viðskipti.

Jännäri er stadd­ur hér á landi og hef­ur vinnuaðstöðu í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu þar sem hann nýt­ur aðstoðar sér­fræðinga Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og annarra emb­ætt­is­manna. Áætluð verklok Jännär­is eru í lok mars og er skýrslu­gerð hans á áætl­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá FME.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert