Mótmælt á tveimur stöðum

Mótmælafundur gegn ofbeldi stendur yfir á Lækjartorgi.
Mótmælafundur gegn ofbeldi stendur yfir á Lækjartorgi. mbl.is/Júlíus

Nokkur hundruð manns eru nú á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem stendur yfir útifundur gegn ofbeldi og eignaspjöllum. Einnig standa yfir mótmæli gegn ríkisstjórninni á Austurvelli framan við Alþingishúsið.

Tilgangur mótmælanna á Lækjartorgi er að hvetja samborgarana til að beita ekki ofbeldi í mótmælum sínum og að það festist ekki í sessi hér á landi. Margir fundargesta eru með appelsínugula borða, sem orðið hafa tákn friðsamlegra mótmæla.

Lögreglumenn og fjölskyldur þeirra eru einnig á Lækjartorgi og bera margir þeirra bláa borða.

Nokkrir tugir manna mótmæla nú utan við Alþingishúsið, berja á bumbur og hrópa slagorð gegn ríkisstjórninni. Hlé var gert á mótmælunum þar vegna þess að verið var að skíra barn í Dómkirkjunni en að skírnarathöfninni lokinni héldu mótmælin áfram.

Mótmælendur halda áfram á Austurvelli í dag.
Mótmælendur halda áfram á Austurvelli í dag. mbl.is/Júlíus
Mótmælafundur gegn ofbeldi stendur yfir á Lækjartorgi.
Mótmælafundur gegn ofbeldi stendur yfir á Lækjartorgi. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka