Mótmælt á tveimur stöðum

Mótmælafundur gegn ofbeldi stendur yfir á Lækjartorgi.
Mótmælafundur gegn ofbeldi stendur yfir á Lækjartorgi. mbl.is/Júlíus

Nokk­ur hundruð manns eru nú á Lækj­ar­torgi í Reykja­vík þar sem stend­ur yfir úti­fund­ur gegn of­beldi og eigna­spjöll­um. Einnig standa yfir mót­mæli gegn rík­is­stjórn­inni á Aust­ur­velli fram­an við Alþing­is­húsið.

Til­gang­ur mót­mæl­anna á Lækj­ar­torgi er að hvetja sam­borg­ar­ana til að beita ekki of­beldi í mót­mæl­um sín­um og að það fest­ist ekki í sessi hér á landi. Marg­ir fund­ar­gesta eru með app­el­sínu­gula borða, sem orðið hafa tákn friðsam­legra mót­mæla.

Lög­reglu­menn og fjöl­skyld­ur þeirra eru einnig á Lækj­ar­torgi og bera marg­ir þeirra bláa borða.

Nokkr­ir tug­ir manna mót­mæla nú utan við Alþing­is­húsið, berja á bumb­ur og hrópa slag­orð gegn rík­is­stjórn­inni. Hlé var gert á mót­mæl­un­um þar vegna þess að verið var að skíra barn í Dóm­kirkj­unni en að skírn­ar­at­höfn­inni lok­inni héldu mót­mæl­in áfram.

Mótmælendur halda áfram á Austurvelli í dag.
Mót­mæl­end­ur halda áfram á Aust­ur­velli í dag. mbl.is/​Júlí­us
Mótmælafundur gegn ofbeldi stendur yfir á Lækjartorgi.
Mót­mæla­fund­ur gegn of­beldi stend­ur yfir á Lækj­ar­torgi. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert