Mótmælt við Seðlabankann

Lögreglan fylgist með mótmælendur við Seðlabankann.
Lögreglan fylgist með mótmælendur við Seðlabankann. mbl.is/Jakob Fannar

Nokkrir tugir mótmælenda hófu í kvöld aðgerðir í jaðri Arnarhóls framan við Seðlabankann. Hefur verið kveiktur varðeldur og fólkið ber bumbur og krefst þess að hreinsað verði til í Seðlabankanum. Áformar fólkið að vera á svæðinu fram eftir nóttu að minnsta kosti. Lögreglan fylgist með en hefur ekki aðhafst.

mbl.is/Jakob Fannar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka