Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde. mbl.is/Sverrir

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bauð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, að verða fjármálaráðherra þegar til stóð að gera breytingar á ríkisstjórninni um áramótin. Hann greindi frá þessu í þættinum Ísland í dag sem nú stendur yfir á Stöð 2. „Því miður treysti Samfylkingin sér ekki til þess að fallast á svona breytingar og fyrir því kunna að vera frambærilegar ástæður,“ sagði Geir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka