Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi

Frá mótmælum á laugardag
Frá mótmælum á laugardag mbl.is/Golli

Ekki er langt síðan Ísland hafði margt til þess að vera stolt af. Góðærið var slíkt að ein­hverj­ir héldu að bjart­ar sum­ar­næt­ur myndu vara að ei­lífu. Viðskipta­lífið blómstraði og Reykja­vík var draumastaður ríkra ferðamanna, mataráhuga­manna og þeirra sem unna menn­ingu. Á þess­um orðum hefst stór út­tekt á Íslandi í breska dag­blaðinu In­depend­ent í dag.

Fjallað er um í út­tekt­inni um feg­urð lands­ins, hátt mennt­un­arstig þjóðar­inn­ar sem vann hörðum hönd­um og hversu hátt Íslandi skoraði á mæli­kvörðum lífs­gæða í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

Í októ­ber hafi hins veg­ar þrír stærstu bank­ar lands­ins verið þjóðnýtt­ir og gjaldþrota. Á einni nóttu hafi þeir Íslend­ing­ar, og þeir hafi verið marg­ir, sem höfðu fjár­fest í lúx­us­bif­reiðum og heim­il­um með er­lend­um lán­um, upp­lifað það að þeir gætu ekki leng­ur greitt fyr­ir munaðinn. Gengi krón­unn­ar féll og marg­ir þeirra sem nálguðust eft­ir­launa­ald­ur stóðu frammi fyr­ir því að líf­eyr­is­sparnaður­inn þeirra hvarf. En þeir Íslend­ing­ar sem fóru var­lega með spari­fé sitt urðu einnig fyr­ir barðinu á krepp­unni. Mat­ar- og eldsneyt­is­kostnaður rauk upp úr öllu valdi og vext­ir eru nú tæp­lega 20%. 

Hegðuðum okk­ur eins og börn

„Til­finn­ing­in er sú að við séum ófær um að sjá um okk­ar mál," seg­ir Hall­grím­ur Helga­son, rit­höf­und­ur í sam­tali við In­depend­ent. „Við sáum um okk­ur sjálf í nokk­ur ár og við geng­um of langt, of hratt, á of stutt­um tíma. Við hegðuðum okk­ur eins og börn og það fyrsta sem við gerðum þegar hluta­bréfa­markaður hófst hér fyr­ir tíu árum var að fara til Lund­úna og kaupa leik­fanga- og sæl­gæt­is­búðir. Nú erum við gjaldþrota og það verður eng­inn pen­ing­ur til hér á næstu árum og við sitj­um uppi með meiri skuld­ir held­ur en við get­um nokk­urn tíma end­ur­greitt," bæt­ir Hall­grím­ur við.

„Við erum eins og börn sem skil­in eru eft­ir heima yfir helgi og við rústuðum heim­il­inu á meðan."

Í grein­inni er fjallað um mót­mæl­in í síðustu viku og að Íslend­ing­ar hafi ekki upp­lifað mót­mæli af þessu tagi frá því í mars 1949. Í grein­inni er rætt við Hörð Torfa­son, tón­list­ar­mann og for­svars­mann Radda fólks­ins, sem lýs­ir sam­tali sem hann hafi átt við mann sem hafði misst allt sitt og fjöl­skylda hans einnig. „Hann bað mig um að aðstoða við að smíða gálga fyr­ir utan Alþingi," seg­ir Hörður í sam­tali við In­depend­ent. „Ég spurði hann hvort þeir ættu að vera byggðir í tákn­ræn­um til­gangi. Nei var svarið. Fjöl­skyldumeðlim­ur minn vill hengja sig á al­manna­færi. Ég sagði hon­um að ég gæti ekki aðstoðað hann á þenn­an hátt," sagði Hörður. „En tveim­ur dög­um síðar framdi hann sjálfs­víg."

Úttekt In­depend­ent í heild
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka