Dvöl fanga á áfangaheimili í uppnámi

mbl.is/Ómar

„Föngum, sem eru á leið út úr fangelsum en hafa ekki atvinnu, er synjað um dvöl á áfangaheimili en geymdir í staðinn í fangelsum þar til afplánun lýkur. Við svo búið eru þeir sendir út í atvinnuleysið,“ segja fulltrúar Afstöðu, félags fanga. Afstaða segir fanga ekki efsta á blaði atvinnurekenda og fangar hlaupi ekki í vinnu í dag. Atvinna er hins vegar eitt skilyrði þess að fangar verði vistaðir á áfangaheimili Verndar.

Á vef Afstöðu, timamot.is er fjallað um lokahluta afplánunar refsivistar. Sú regla gildir á Íslandi að fangar eiga rétt á því að ljúka síðustu vikum eða mánuðum afplánunar sinnar á áfangaheimili Verndar, gegn því að þeir stundi vinnu eða nám. Hugmyndin á bak við tilhögunina er sú að undirbúa fanga undir losun og því er um aðlögun að samfélagi að ræða. Afstaða segir þetta úrræði í uppnámi vegna efnahagshrunsins og ört vaxandi atvinnuleysis.

„Þessi staða, líkt og mörg önnur staða í fangelsismálum á krepputímum, er hættuleg. Þeir fangar sem ekki fá vistun á áfangaheimili Verndar eiga varla von um að aðlagast samfélaginu. Og í dag bíða þeirra mun erfiðari aðstæður en þeir komu úr þegar afplánun hófst og því þarf varla að spyrja að framhaldinu,“ skrifar fulltrúi Afstöðu.

Vefur Afstöðu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert