Embættið gegni virkara hlutverki

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. mbl.is/Ómar

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sýna það enn einu sinni að hann telji embættið eiga að gegna virku hlutverki í íslenskri stjórnmálaumræðu. Vitnar hann til framgöngu Ólafs Ragnars við stjórnarmyndun en Ólafur Ragnar sagðist ætla að vega og meta aðstæður í íslenskum stjórnmálum eftir samtöl við formenn flokkanna. Hann hefur nú þegar rætt við Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

„Þetta lýsir því að Ólafur Ragnar hefur litið svo á að forsetaembættið eigi að gegna lykilhlutverki í íslenskri stjórnmálaumræðu,“ segir Gunnar Helgi og vitnar til þess að utanríkisþjónustan hafi gert athugasemdir við yfirlýsingar Ólafs Ragnars á erlendum vettvangi auk þess sem Ólafur Ragnar hafi neitað að staðfesta fjölmiðlalögin á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka