Fundað um framhaldið

Mikil fundahöld hafa verið á Alþingi í dag.
Mikil fundahöld hafa verið á Alþingi í dag. mbl.is/RAX

For­menn flokk­anna sem sæti eiga á Alþingi funda nú í þing­hús­inu. Vænt­an­lega er rætt um mögu­lega mynd­un þjóðstjórn­ar. Ásak­an­ir ganga á víxl milli Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks um hvers vegna rík­is­stjórn­in féll.

Sam­fylk­ing­unni þótti hlut­irn­ir ganga of hægt fyr­ir sig og átelja Sjálf­stæðis­flokk­inn fyr­ir að hafa ekki viljað taka því til­boði að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir myndi leiða rík­is­stjórn­ina. Sjálf­stæðis­menn kenna hins veg­ar sund­ur­lyndi í Sam­fylk­ing­unni um hvernig fór og segja að kröfu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að fá for­sæt­is­ráðherra­stól­inn hafa verið frá­leita.

Áður boðaður þing­fund­ur hefst kl. 15. Þá mun Geir H. Haar­de form­lega til­kynna Alþingi að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu sé slitið og í fram­hald­inu fá full­trú­ar allra flokka að taka til máls.

mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert