Góð stemning í Bláfjöllum

Í Bláfjöllum
Í Bláfjöllum mbl.is/Golli

Milli fjögur og fimm þúsund manns voru á skíðasvæðum Bláfjalla í gær. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, sagði stemninguna hafa verið fantagóða í fjöllunum. Þarna var skíðafólk á öllum gerðum af skíðabúnaði; brettum, gönguskíðum og hefðbundnum skíðum. Opið verður áfram næstu daga en Árni kvaðst alveg þiggja meiri snjó.

„Svona til að við getum búið til stökkpalla og slíkt fyrir brettafólkið. Það er frábært veður en færið er bara þokkalegt. Það var svolítið hart í morgun en ég held að það sé að mýkjast aðeins, það er búið að skíða það niður.“

Allar lyftur voru opnar og Árni sagði vikuna framundan líta út fyrir að verða fín. „Það er smáspurning með morgundaginn [daginn í dag], en svo sýnist mér þetta líta vel út. Vonandi bætir aðeins í snjóinn, hann mætti alveg aukast verulega.“ Sjö kílómetra svæði var troðið fyrir gönguskíðin inn í Kerlingardal. Mót gönguskíðamanna fóru fram í gær og námskeið voru haldin. „Það er bara allt í gangi, brettakennsla og skíðakennsla og rosalega góð stemning,“ sagði Árni og tók hlæjandi undir það að fólk gleymdi armæðu dagsins á skíðum í fjöllunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert