Mark Flanagan, verkefnisstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) gagnvart Íslandi, segir sjóðinn fyrst og fremst styðja áætlanir en ekki pólitísk bandalög eða flokka. Þess vegna skipti hræringarnar á pólitískum vettvangi á Íslandi ekki höfuðmáli, svo lengi sem áætlunum um efnahagsaðgerðir sé fylgt eftir.
Þetta kemur fram í svari Flanagan við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Við munum heimsækja Ísland um miðjan febrúar til þess að fylgjast með hvernig hefur gengið að framfylgja þeim áætlunum sem gerðar hafa verið,“ segir Flanagan.
Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði með sér áætlun sem fól með annars í sér að sjóðurinn lánaði stjórnvöldum 2,1 milljarða dollara. Á þeim forsendum voru aðrar þjóðir, þar á meðal Norðurlöndin, tilbúnar að lána stjórnvöldum þrjá milljarða dollara til viðbótar til þess endurbyggja fjármálakerfið í landinu eftir að það hrundi í byrjun október í fyrra.
Efnahagsáætlun stjórnvalda og IMF felur meðal annars í sér að styrkja krónuna mikið með tímabundnum gjaldeyrishöftum, til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot heimila og fyrirtækja.