Laun lækka um 5% hjá Árvakri

Laun starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og mbl.is, verða lækkuð um 5% um næstu mánaðamót. Jafnframt verður starfshlutfall einhverra starfsmanna minnkað. Þetta kom fram í máli Einars Sigurðssonar, forstjóra Árvakurs,  á fjölmennum starfsmannafundi sem var að ljúka.

Segir Einar að með þessu verði hægt að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir starfsmanna hjá fyrirtækinu.

Enn eru viðræður milli áhugasamra fjárfesta, Árvakurs og Glitnis, viðskiptabanka fyrirtækisins, en Einar segir að á þessu stigi sé ekki hægt að gefa upp hvenær þeim ljúki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert