Liður í pólitískri refskák

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýr formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýr formaður Framsóknarflokksins. Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur afsagnir og fundarhöld gærdagsins endurspegla pólitíska refskák beggja stjórnarflokkanna.

„Ég tel að Björgvin hafi valið að segja af sér vegna þess að hann hafi áttað sig á því að þetta stjórnarsamstarf geti ekki gengið mikið lengur. Það getur vel verið að með því styrki hann eitthvað stöðu sína en það mun ekki styrkja stjórnina í sessi. Ég geri ekki ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn muni láta Samfylkinguna setja sér skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsetu heldur kjósi frekar að slíta stjórnarsamstarfinu.“ Hann segir kjarnann í atburðum gærdagsins þann að menn taki ekki ákvarðanir út frá því sem þeir telji vera rétt, heldur af pólitískum ástæðum.

En er Framsóknarflokkurinn þá tilbúinn til að taka við stjórnarkeflinu? „Við erum þeirrar skoðunar að flokkurinn þurfi að endurnýja umboð sitt í kosningum áður en það sé forsvaranlegt að hann setjist aftur í ríkisstjórn. Ef stjórnvöld telja hins vegar að þjóðstjórn sé eina leiðin til að koma í veg fyrir stjórnarkreppu þá munum við styðja slíka stjórn. En hvort við yrðum beinir þátttakendur með ráðuneyti skal ég ekki segja um. Hins vegar myndi ég halda að aðrar leiðir væru betri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert