Stórkostlegur misskilningur forseta

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur

„Hafi forseti virkilega átt við að það sé enginn starfandi forsætisráðherra í landinu þá er það stórkostlegur og ótrúlegur misskilningur. Hann hlýtur að hafa átt við að starfandi forsætisráðherra hafi í raun og veru ekki eins ótvíræðan rétt til þess að rjúfa þing og forsætisráðherra að öllu jöfnu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.

Ólafur Ragnar Grímsson sagði á Bessastöðum í dag, að þar sem forsætisráðherra hefði beðist lausnar væri enginn starfandi forsætisráðherra, sem gæti gert tillögu um þingrof, og því væri þingrofsvald hjá forseta Íslands.

„Það hefur verið starfandi forsætisráðherra á Íslandi frá 1917 og það breyttist ekkert í dag,“ segir Guðni. Forsetinn hafi beðið ráðherrana að sitja áfram og því séu ráðherrarnir áfram starfandi þótt ríkisstjórnin sé svokölluð starfsstjórn.

„Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Starfsstjórn er stjórn sem er við völd eftir að hafa beðist lausnar,“ segir Guðni og ekki sé ætlast til þess að hún taki stefnumótandi ákvarðanir. „Ég myndi halda að ef Geir H. Haarde vildi rjúfa þing þá mætti hann gera það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert