VG leggur línurnar

Steingrímur J. Sigfússon kemur á fund forseta Íslands á Bessastöðum …
Steingrímur J. Sigfússon kemur á fund forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld. mbl.is/Ómar

Flokks­stjórn Vinstri grænna fundaði í kvöld með þing­mönn­um flokks­ins. Að sögn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­manns VG, var farið yfir stöðuna á fund­in­um og lín­ur lagðar fyr­ir vænt­an­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður á morg­un.

„Við vor­um bara að fínstilla okk­ar und­ir­bún­ing og það er góð samstaða í þing­flokki og stjórn um okk­ar fram­lag,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur seg­ir áhersl­ur VG al­veg klár­ar og að flokk­ur­inn sé með mynd­ar­leg­an pakka til­bú­inn. „Við erum raun­sæ á að þetta verður stjórn sem vel­ur sér fá en mik­il­væg verk­efni til að vinna. Brýn­ustu verk­efn­in sem ráðast verður í fyr­ir kosn­ing­ar,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Innt­ur eft­ir því hvort ekki stefndi allt í minni­hluta­stjórn vinstri flokka með stuðningi Fram­sókn­ar sagði Stein­grím­ur: „Nú er það for­set­ans að ákveða næstu skref og í hvaða far­veg hann set­ur mál­in. Menn verða bara að lesa í það hvernig þetta hef­ur verið að þró­ast í dag og í kvöld. Þess­ir tveir kost­ir hafa verið til umræðu, þjóðstjórn­ar­mynst­ur eða svona stjórn til vinstri. Og báðir kost­irn­ir svo sem áfram uppi. En for­set­inn met­ur það hvað hon­um sýn­ist væn­leg­ast í þessu, hvernig hann vill setja út umboðið."

Stein­grím­ur sagði fyrr í kvöld að held­ur hefði fjarað und­ir mögu­leik­um á þjóðstjórn.

„Þá var ég kannski að vísa til þess hvernig aðrir hafa talað," seg­ir hann þegar þetta er borið und­ir hann." Maður hef­ur skynjað það að því hef­ur verið tekið fá­lega af sum­um og þessi hörðu stjórn­arslit í dag og harðar ásak­an­ir milli Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar benda ekki bein­lín­is til þess að það sé lík­legt að það gangi sam­an aft­ur með þeim flokk­um og fleir­um. En við stönd­um við það sem við höf­um sagt, við vær­um til­bú­in til að skoða báða mögu­leik­ana, en við tök­um líka mið af því hvernig mál­in eru að þró­ast."

En tel­ur Stein­grím­ur að viðræður muni ganga hratt fyr­ir sig þegar þær hefjast?

„Já, það er mik­ill áhugi á því hjá öll­um að tapa sem minnst­um tíma því hann er mjög dýr­mæt­ur núna."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert